Þar lærði ég að SLI er skammstöfun fyrir Specific Language Impairment. Það er þegar ung börn geta ekki lært að tala, eða eiga í mjög miklum erfiðleikum með það. Þessi börn sýna engin önnur þroskafrávik og eru að öllu öðru leyti fullkomlega eðlileg.
Það er mér mikill léttir að til sé einhver merking á bak við þetta slepjulega fangamark: SLI [sdlI:]. Einhver annar þarf að líða fyrir þessa skammstöfun.. þó viðkomandi geti ekki lesið það af því að hann kann ekki að tala.. (nei, Svanhvít, vond!)

Mér fannst ég bara þurfa að koma þessu til skila.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli