fimmtudagur, nóvember 06, 2003

Ætlaði með betri helmingnum á fyrirlestur Davids Attenborough í Salnum í kvöld. Það var ókeypis inn og byrjaði klukkan 20.30 en húsið opnaði klukkan átta. Því vorum við mætt rétt fyrir átta til að vera svona í fyrra fallinu.. en okkur brá þetta litla þegar við sáum mannsöfnuðinn fyrir utan. Það var röð alla leið frá innganginum í Salinn og meðfram veginum og hálfa leið kringum bókasafnið og varð sífellt lengri og lengri. Við sáum að án drastískra og óheiðarlegra lausna myndum við aldrei ná að komast inn, hvað þá berja kappann augum. Svo við hrökkluðumst í burtu og náðum okkur í eigin skemmtun "á næstu leigu":

Ég var búin að gleyma hvað Fifth Element er góð.


Það er gaman að komast að því að Íslendingar eru svona fróðleiksfúsir. Ég vona að Rut Kebblavíkurmær hafi komist að sjá goðið sitt.



(ps. Sjast stafirnir brengladir hja odrum en mjer??)

Engin ummæli: