föstudagur, nóvember 14, 2003

Undursemdir salatbaranna

salatbar


Salatbarir eru ein vanmetnasta gjöf matvöruverslana til hins fátæka námsmanns. Þá er ég ekki bara að tala um salatbar sem hádegissnarl með trópí í flösku, heldur í alls kyns matargerð. Það er til dæmis tilvalið að kaupa sér álegg ofan á heimagerða pizzu eða pastarétti í salatbörum... fetaost, túnfisk, tómata (kirsuberjatómata!), papriku, kjúkling (stundum í Nóatúni JL-húsinu), kotasælu (fyrir þá sem ekki eru haldnir „domumfelisfobia“ eða gífurlegri hræðslu við kotasælu) og fleira og fleira sem nýtist manni í eldhúsinu. Eitt box af t.d. pizzuáleggi kostar því undir 300 krónur, og það er auðvitað margfalt ódýrara en að kaupa allt þetta efni í stórum umbúðum. Bara ein dós af fetaosti kostar yfir 300 kr. Sumum finnst kannski fullhart að fylla heilt box af fetaosti eða kirsuberjatómötum en þegar maður þarf að horfa í eyrinn er það ekki annað en sjálfsagt, og enginn getur sagt neitt þar sem boðið er upp á þetta í búðinni. Ég fagna því líka að komnir séu „heilsu“nammibarir í 10/11, því þar er til dæmis hægt að fylla poka af pistasíuhnetum og borga 169 kr f. 100 grömm, á meðan maður borgar ca 300 kr fyrir 150 grömm..

Já ég er í sparnaðarhugleiðingum, sem og margir í kringum mig veit ég, og vil því miðla þessari vitneskju með öðrum.

ps. þessi mynd er nú soldið „trick of the eye“ það er eins og hún sé ekki alveg hornrétt, en samt er hún það.... úúú.
pps. ég var að leita að latneskri orðabók á google og gerði innsláttarvillu. Auðvitað er búið að nýta sér það....:SJ�!

Engin ummæli: