miðvikudagur, nóvember 12, 2003

Jólablogg

mmmmm..... jólin eru að koma... ég var að búa til karamellur og hlusta á jólalög.. hvor dejligt :) Svo ef einhvern langar í karamellur á ég fullan ísskáp... Ég var líka að hlusta á íslensku stöðina og þar byrja jólalögin þann 15. Mér finnst það bara allt í lagi, allavegana getur fólk þá bara hlustað á eitthvað annað vilji það ekki hlusta á jólalögin. Annað mál er með allar milljónirnar af jólaljósunum sem búið var að hlaða utan á Kringluna ílok október. Það finnst mér of mikið. Þetta er líklega gert til að lengja jólavertíðina, en ég kaupi ekkert fleiri jólagjafir þó ég hafi lengri tíma til að kaupa þær... Kannski á maður að kaupa tvö sett af jólagjöfum af því það er svo langt liðið frá því maður keypti þær fyrstu að maður var búinn að gleyma þeim... veidiggi, ekki hef ég ViðskiptaVit.

Spurning dagsins: HVAR er æbleskive-pannan mín??? Hún gæti verið á 2 af 3 heimilum mínum, þ.e. á Kvisthaganum eða á Engi. Hún er ekki ósvipuð þessari hér fyrir neðan, en orðin ævaforn, enda vel notuð gjöf frá danskri ömmu. Allir sem geta veitt einhverjar upplýsingar um pönnuna eru beðnir að hringja í síma 8682140 eða skrifa hér fyrir neðan.

Hér fylgir uppskrift af eplaskífum: (Ég ábyrgist hana ekki þar sem ég hef ekki prófað hana ÞAR SEM ÉG FINN EKKI PÖNNUNA MÍNA!)


Danskar eplaskífur


u.þ.b. 25 stykki

125 gr nýmjólk
125 gr léttsúrmjólk
2 egg (aðskiljið rauðu frá hvítu)
25 gr sykur
2 tsk lyftiduft
250 gr hveiti
Salt eftir smekk
2 tsk kardimommuduft (ekki nota dropa)
Klípa af ósöltuðu smjör

Setjið nýmjólkina, léttsúrmjólkina, eggjarauðurnar, sykurinn, lyftiduftið, hveitið, saltið og kardimommuduftið í skál og hrærið saman.

Þeytið eggjahvíturnar vel þar til þær eru orðnar stífar og blandið síðan varlega saman við hitt hráefnið.

Hitið eplaskífupönnuna vel. Setjið litla klípu af smjöri í hvert hólf pönnunnar áður en deigið er sett í það. Mikilvægt er að baka eplaskífurnar við meðalhita. Þegar deigið er aðeins farið að stífna neðst við pönnuna er hægt að snúa eplaskífunum við í hverju hólfi. Gætið þess að baka þær ekki of mikið áður en þeim er snúið við í fyrstu umferð, þannig að þær nái að verða hringlaga. Setjið alltaf smáklípu af smjöri í hvert hólf áður en næsta umferð af deigi er sett í þau.

Þegar búið er að baka allar eplaskífurnar stráið þá yfir þær flórsykri rétt áður en þær eru bornar fram. Við mælum með gómsætri sólberjasultu með þeim.


æbleskiver


Hver fær ekki vatn í munninn af því að sjá svona eplaskífur?

Engin ummæli: